Brjóstverkur

Góðan dag
Ég fæ mikinn verk í brjóstkassan við að hnerra. Er það eðlilegt?

Kv.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það getur verið fullkomlega eðlilegt að það rífi í eða komi tak við hraustlegan hnerra sérstaklega ef þú ert veikur og verkurinn kemur bara við hnerrann en enga aðra hreyfingu.

Ef þér er þungt, þú mæðist eða ert með fleiri einkenni sem geta bent til lungnabólgu skaltu leita læknis.

Gangi þér vel