Brjostsviði

Hvaða lyf eða úrræði get ég fengið við brjostsviði?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru ýmis lyf til sem þú færð bæði með og án lyfseðils. Oftast er um sömu lyf að ræða.

Þú getur þannig verslað í lausasölu lyf við bakflæðieinkennum sem koma af og til en sértu með viðvarandi vandamál eða greint sjúklegt bakflæði getur þú fegnið lyfin í gegnum lyfseðil frá lækni og þá eru þau niðurgreidd.

Upplýsingar um tegundir bakflæðilyfja  færðu hjá lyfsalanum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur