Brjóstsviði

Heil og sæl. Er ekki eitthvert lyf við brjóstsviða? Er í útlöndum og þarf eitthvað við þessu. Þökk fyrir svarið.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru ýmis lyf til sem ganga undir mismunandi nöfnum eftir því í hvaða landi þú ert

Á Íslandi er algengast í lausasölu um þessar mundir Asýran (Ranitidinum)  og Omeprazol (Omeprazolum).

Enska heitið er heartburn svo þú ættir að geta farið í lyfjaverslun og beðið um e-ð við því.

Gangi þér vel.