Brjóstakrabbamein og hvað svo?

Ég greindist með brjóstakrabbamein fyrir tveim árum og fór í brjóstnám, er núna á hormóna bælandi lyfjum sem ég á eftir að taka í þrjú ár í viðbót, með allskyns aukaverkunum.
eftir að hafa hlustað á Teit Guðmundsson á Bylgjunni í morgun, vakna spurningar hjá manni, ég hef td. verið að taka inn djús frá Zinzino eru efni í honum em gætu verið skaðleg?
https://www.zinzino.com/formula/

Með bestu kveðju og von um svör
Helga

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég sé enga innihaldslýsingu á heimasíðu Zinzino og get því ekki sagt til um hvort djúsinn inniheldur plöntuestrogen. Mögulega getur þú sent fyrirspurn á framleiðandann og fengið þær upplýsingar sem þú þarfnast.

Gangi þér vel