Brjóstagjöf

Góðan daginn,

Ég er með 5 mánaða gamlan dreng og hann er búinn að vera að bíta mig og ég er bara að gefast upp á að gefa honum brjóst er upp stressuð að láta hann á brjóst. Hvernig hætti ég með hann á brjósti? Hvort á ég að setja hann á pela eða stútkönnu eða sogrör eða hvað á ég að gera?. Ég sé fyrir mér að ég gæti kannski mjólkað mig í þá pelann eða stútkönnuna meðan hann er að hætta. Mér finnst sjálfri ömurlegt að vera að hætta með hann – finnst ég vera slæm móðir að geta ekki haft hann lengur. En það er eingöngu vegna þess að hann bítur. Hann bítur í gegnum mexikanahattinn. Hann er með 2 tennur í neðri góm og svo er hann svo pirraður er örugglega að taka fleiri tennur. Hann er byrjaður að fá graut, og hefur líka prófað perumauk, eplamauk, gulrótarmauk, sveskjumauk, peru/sveskjumauk, kartöflu/gulrótarmauk, spínat/brokkolí og honum finnst þetta allt gott. Hann hefur líka smakkað mangómauk, epla/bananamauk og það fannst honum ógeðslegt ældi því bara. Ég hef horft á merkingar og bara keypt það sem stendur 4 mánaða á. Og viltu segja mér hvernig ég hætti með barnið á brjósti. Þarf ég ekki að hætta með hann rólega?

Bestu þakkir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er til heilmikið efni til þess að fá aðstoð við að hætta með barn á brjósti, til dæmis þessi Hér síða

Ég ráðlegg þér samt sem áður að heyra í hjúkrunarfræðingunum í ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslunni þinni og fá aðstoð.

Mögulega er hægt að kenna ykkur að leysa þetta saman án þess að þú þurfir að hætta brjóstagjöfinni ef það er það sem þú vilt.

Gangi þér vel