Brjósklos aðgerð – fyrir fyrrverandi fíkil

Hæhæ, ég er að fara í brjósklos aðgerð eftir nokkrar vikur en er mjög stressaður því ég er óvirkur alkahólisti. Því er ég með nokkrar spuringar til ykkar.
Hversu lengi eftir aðgerðina verð ég á lyfjum?
Hvaða lyf er vægari?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér eindregið að fara með þessar spurningar til þess læknis sem sendir þig í aðgerðina. Bæði til að fá greinagóð svör, sem ég hef því miður ekki þar sem verkjalyfjameðferðir, lengd og annað er háð mörgum samverkandi þáttum, og svo er gott fyrir lækninn þinn að vita af þínum fíknisjúkdómi því þá er hægt að gera viðeigandi ráðstafanir eftir aðgerð m.t.t. hvaða lyf eru valin í verkjastillingu og annað.

 

Gangi þér vel

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.