brjóskeyðing í liðum, sérstaklega í mjöðmum

Er virkilega ekkert hægt að gera við brjóskeyðingu? Vantar ekki eitthvað í fæði viðkomandi eða eitthvað þannig. Maður er jú bókstaflega það sem maður borðar.
Mér finnst að setja stálkúlu dálítið svona eins og hrossalækning. En líklegast betra en að leggjast alfarið í rúmið. Maður hefur heyrt sögur um svoleiðis aðgerðir sem hafa ýmist mistekist eða viðkomandi farið að finna til eftir nokkur ár. Og hvað ef viðkomandi er með beinþynningu líka, Er óhætt að fara að pota í stálkúlu og binda hana við lélegt bein ?

 

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er því miður ekki hægt að snúa beinþynningu eða brjóskeyðingu við en hægt að hægja á henni með ýmsu móti og meðhöndla einkennin.

Liðskiptiaðgerðir eru einmitt gerðar vegna brjóskeyðingar því liðurinn skemmist og það veldur miklum verkjum.

Aðgerðirnar eru fyrst og fremst gerðar til þess að hindra verki. Í sumum tilvikum bæta þær hreyfigetu og rétta ganglimi.

Aðgerðin er þó ekki gerð fyrr en liðbrjóskið er búið og liðurinn ónýtur. Verkir þurfa að vera það miklir að þeir hindri sjúkling í daglegu lífi og starfi.

Öll meðferð brjóskeyðingar / slitgigtar miðar að því að draga úr einkennum og auka færni einstaklinga til sjálfsbjargar.

Hér er ansi ítarleg umfjöllun um slitgigt og gervviliði þar sem þú getur lesið þér nánar til,  þar á meðal um einkenna meðferð með lyfjum, mataræði og fleiru:

https://doktor.frettabladid.is/grein/slitgigt-og-gervilidir

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir, Hjúkrunarfræðingur