Brjóskeyðing

Getur brjóskeyðing í baki verið vegna stórra brjósta?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæður brjóskeyðing eða slitgigtar eru oft blandaðar nokkrum þáttum eins og erfðum,beinþéttni,offitu,aldri,álagi,meðfæddri lögun liða og notkun. Ef brjóst eru mjög stór eykur það álag á hryggjarliði og getur aukið hættu á brjóskeyðingu eins og offita en ólíklegt er að það sé eina ástæðan fyrir slitinu heldur blanda af fleiri þáttum eins og nefnt er að framan.

Ég vil benda þér á síðuna beinvernd.is það sem ýmiss fróðleikur er um beinþynningu og beinvernd.

Gangi þér vel.