Breytingarskeiðið endalausa!

Góðan daginn.
Eg er 49 ára og búin að vera ganga i gengum breytingarskeiði sl. 1 og 1/2 ár. Á sl. vikum hef ég verið að fá verki sem svipar til tíðarverkja en bundið bara við vinstri hlið i móðurlífinu, með þessu hefur verið að koma smá blæðingar. Ég hef ekki verið á neinum hormónalyfjum eða er á neinum lyfjum.
Hef verið að reyna lesa mér til um sem tengist breytingarskeiðinu en hef ekki rekist á svipað og hjá mér.
Er þetta e-h til að hafa áhyggjur af eða er þetta hluti af ferlinu?

Með þökk fyrir.

Takk fyrir fyrirspurnina

Ýmis einkenni geta komið fram þegar konur eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið þar á meðal óreglulegar blæðingar en ég mæli með því að þú leitir ráðgjafar hjá kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel