Brennandi spurning.

Geta ungir drengir dáið vegna blæðinga frá getnaðarlim ??

Hef aldrei heyrt af þessu,

en var nýlega sagt þetta frá vini sem átti bróður er dó vegna þessa,

sem ungur drengur,

ekki kornabarn samt..

Gerðist erlendis fyrir um 20 árum síðan.

‘Oska eftir svari, sem fyrst,

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að átta sig á hvað hefur gerst í tilfellinu sem þú nefnir en ef um dauðsfall hefur verið að ræða hefur drengrinn líklega dáið af áverkanum sem olli því að blæðing varð.  Ef blæðir frá getnaðarlim er mikilvægt að fara til læknis og þá er orsökin greind og vandamálið meðhöndlað áður en ástandið verður alvarlegt. Það þarf mjög mikla blæðingu til þess að blæða út og deyja og einstaklingurinn hlýtur að vera löngu búinn að fara til læknis og leita sér aðstoðar áður en ástandið verður svo alvarlegt.