Brauð og hjartsláttur

Mig langar að forvitnast um eitt, ég á það til að fá hraðan og þungan hjartslátt fljótlega eftir að ég borða brauð, og ég verð svo móð og þreytt að ég þarf að leggjast niður. Þetta er eina fæðan sem lætur mér líða svona. Ég er á seloken zoc vegna hraðs hjartsláttar sem virkar mjög vel, en þetta með brauðið er alltaf til staðar og ég veit ekki hvort ég eigi að tala við hjartalæknirinn minn eða meltingarlækni. Ég get auðvitað sleppt brauðáti, ég reyni líka að takmarka það en hafið þið einhverja hugmynd um af hverju brauð hefur þessi áhrif á mig?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég finn engar upplýsingar um tengsl þarna á milli. Ræddu þetta endilega við hjartalækninn þinn.

Gangi þér vel