Brasilískt vax

Skiptir máli vað mikið hár er til staðar fyrir konu áður en farið er í vaxið?
Hvað endist hárleysið lengi?
Þarf að hætta kynlífi einhverja daga áður en farið er í vax ?
Hvenær má hefja kynlíf eftir að hárin eru tekin af ?
Skiptir máli hvort byrjað er á munnmökum eða leg mökum ?

Takk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég hef því miður ekki svör við öllum þessum spurningum en þær eru meira á sviði snyrtifræðings. Ég get þó sagt þér að það er best ef hárin eru 0,5-1 cm að lengd þegar farið er í vaxið og það er ekki ráðlegt að stunda kynlíf, fara í ræktina eða ganga í þröngum buxum í ca 48 tíma eftir vaxið þar sem hársekkirnir eru opnir og þurfa tíma til að jafna sig.  Varðandi þær spurningar sem eftir eru bendi ég þér á að hafa samband við snyrtifræðing.

Gangi þér vel