Brákuð bein í fótum

Sæl,
Hvað kallast stress fractures á íslensku og á hvaða tímapunkti er best að fara til læknis ef maður telur sig vera með þetta á ökkla? Ég hef lesið að þetta sjáist ekki á röntgenmynd fyrr en nokkru eftir að þessi meiðsl koma fram. Til hvernig læknis er best að fara út af þessu? Ég tel þetta hafa ítrekað komið fyrir mig áður og af fyrri reynslu að dæma á þetta eftir að gerast aftur. Sjást gömul svona meiðsl á röntgenmyndum? Er eitthvað til ráða ef þetta gerist ítrekað? Þetta gerist þegar ég geng meira en venjulega og sársaukinn getur verið ansi slæmur og varir í ca. 6-8 vikur.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég þekki ekki íslenska orðið yfir stress fracture annað en álagsbrot. Ákveðnir hópar eru í meiri hættu að fá álagsbrot. Þeir sem stunda t.d. fimleikum,tennis og körfubolta,eins við skyndilegt aukið álag þegar byrjað er í mjög erfiðri líkamsþjálfun,kvenmenn eru í meiri áhættu en karlar,beinþynning og fótamein eins og flatfótur eykur líkur á álagsbrotum. Það er best fyrir þig að leita núna til heimilislæknis til frekari skoðunar og hann sendir þig áfram í viðeigandi myndatöku ef ástæða er til. Ef þetta er ítrekað að gerast þarf að finna út orsakir þess t.d með að mæla beinþéttni en líklegast er þetta einhver önnur stoðkerfisvandamál en álagsbrot.

Gangi þér vel.