brák

hver er munurinn á brákun og broti

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Að bráka bein þýðir að það er brestur í beininu en það er ekki brotið.

Sérfræðingar styðjast við röngtgenmyndir við greiningu á brotum og nota þessi orð til þess að útskýra alvarleika brotsins. Brákun getur þurft að stabilisera með spelkun eða jafnvel gifsi en sjaldan þarf að meðhöndla brákað bein með aðgerð.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur