Braðaofnæmi

I gær fór eg i litun og var að aflita a mer harið (hef gert það oft aður!) og allt i einu fór mer að liða rosalega skringilega þa fekk eg bráðaofnæmi fyrir efnonun! Og þetta var lífshættulegt þetta varð það slæmt! .. Eg bara er eitt spurningarmerki :/ veit ekkert hvað er að gerast og afhverju þetta gerðist nuna:/

Kv. Rut

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Bráðaofnæmi eru óeðlileg viðbrögð ónæmiskerfissins á ákveðnu áreiti sem hann verður fyrir. Þetta getur jafnvel komið allt í einu fram við áreiti sem viðkomandi hefur annars þolað annars vel áður, eins og er í þínu tilfelli. Ef þú hefur fengið bráðaofnæmi þýðir það að líkaminn mun aftur bregðast óeðlilega við þegar hann kemst í snertingu við áreitið og því mikilvægt að forðast það. Ef þú hefur ekki farið til ofnæmislæknis ráðlegg ég þér að gera það hið fyrsta og hann getur fundið út hvað efni það eru sem þú þolir ekki og gefið þér lyf til að nota ef þú færð aftur ofnæmiskast.

 

Gangi þér vel