bornlangabólga og sauspörð

Þú talar um að saurspörð gætu verið orsök botnlangabólgu. Hver er skilgreiningin á saurspörðum? Ég prufaði að googla það en fann ekkert.

 

Takk og bless

sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Saurspörð eru hægðakögglar (harður kúkur).  Ég held að það sé ekki til frekari skilgreining á þessu orði. Botnlanginn er eins og segir í greininni lítil tota í meltingarveginum og eigi maður í hægðavanda  eins og harðlífi þá getur það gerst að litlir kögglar festist í þessarri totu og valdið sýkingu.

Með kveðju