Börn sem vaxa mjög hratt.

Góðann daginn.

Mér er oft hugsað til þess að ég óx mjög hratt sem krakki, og þegar ég í dag sé myndir af mér með öðrum, fæ ég hreinlega hroll.

Eg fékk einnig blæðingarnar mjög ung  (9ára) og var ég engann veginn undirbúin undir það hreint andlega.Þegar ég var 12 ára hætti ég að vaxa, þá orðin 170 cm á hæð. Svo ég er mikið að spá í hvað hafi eiginlega verið að mér.?

Í dag sem fullorðin hef ég vandamál með bólgur í öllum skrokknum (liðarmót,vöðvar,sinar) og nú er þetta komið í meltingarfærin líka, og þessu fylgja miklar kvalir.

Ég hefði þess vegna haft áhuga á að vita hvað ykkur dettur í huga að sé að, og hvernig lækni ég eigi þá að koma mér til – til að fá réttu svörnin.

 

Bestu kveðjur og fyrirfram þökk fyrir hjálpina.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Vextir og líkamsþroska er stjórnað af hormónum sem framleiddir eru og stýrt er af innkirtlunum. Framleiðsla og stýring á þessu er afar flókin. Sumir taka vöxt og þroska út fyrr en aðrir og það er yfirleitt engin skýring á því. Verkir og kvillar sem tengjast hröðum vexti ganga yfirleitt yfir þegar vöxturinn hægist og líkaminn nær aftur jafnvægi.

Þú getur rætt við heimilislækninn eða innkirtlasérfræðing til að fá ítarlegri upplýsingar og svör við þínum vangaveltum.

Gangi þér vel