Bólusetning og skógarmítill

Halló,
Við erum að ferðast með börn (6 og 9 ára) til Tékklands
og við viljum  bólusetja börnin gegn ticks.
Vinsamlegast ráðgjöf:
a) hver og hvar getum við látið bólusetja börn
b) hvar er í Reykjavík er bólusetningarmiðstöð
c) Frekari upplýsingar  um bóluefnið.

Þakka Þér fyrir
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

a) Börn eru bólusett á heilsugæslustöðvum. Þið getið haft samband við þá stöð sem tilheyrir ykkar lögheimili eða þá heilsugæslu þar sem þið eruð skráð með heimilislækni.

b) Það er engin miðstöð sem sér um bólusetningar en embætti Landlæknis  gefur út almennar ráðleggingar og leiðbeiningar  um þær bólusetningar sem standa til boða á vegum ríkisins, sjá nánar hér http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/bolusetningar/

c) Það er ekki hægt að bólusetja gegn skógarmítlinum sjálfum.  Það sem verið er að bólusetja gegn er Mítilborin heilabólga en sjúkdómsins hefur aldrei orðið vart á Íslandi þó að skógarmítill finnist hér og því er ekki farið að bólusetja gegn honum hér. Sjá nánar http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13090/Mitilborin-heilabolga

Allar frekari upplýsingar ættir þú að geta fengið á heilsugæslunni þinni

Gangi ykkur vel