Bólur á kynfærum

Hæ hæ ég er búin af vera með 3 bólur á kynfærunum á mér, alveg neðst á börmunum. Ég fór til húð og kyn og læknirinn sagði að þetta liti út eins og herpes, hún tók  strok og það kom neikvætt af Herpes,  samt er ég með öll einkennin. Nema vökvinn sem a að koma. Pantaði tíma hjá kvennsjukdómalækni hann skoðaði og sagði að þetta gæti verið af rakstri, og spurði hvort það kæmi vökvi ég sagdi nei.,  en i dag sá ég sár og það var smá blautt. Ég er búin af vera með þessar 3 bólur í næstum 4 vikur. Svo ég spyr getur það komið neikvætt ur svona stroki ..  og eg samt verið með herpes???? Ég er svo hrædd um að ég sé með herpes þótt það kom neikvætt. Ætti ég að prófa panta tíma aftur hjá húð og kyn?

Sæl

Þú ættir að geta rætt aftur við heimilislækninn og gengið úr skugga um hvort þetta er  Herpes eða  „venjulegar graftarbólur“ sem geta  einmitt komið við rakstur.  Þegar þær springa geta komið sár og vökvi.

Ég set hér með tengil á tvær greinar um Herpes á kynfærum og Háreyðingu á kynfærum sem gætu mögulega gagnast þér.

Gangi þér vel