Bólur

Hæhæ.
Ég er 18 ára og er enn að fá mikið af bólum, þeim fer fjölgandi ef eitthvað er og eru stærri. Mér líður ekki vel útaf þessu og veit ekkert hvað ég get gert. Ég borða yfirleitt frekar hollt, hreyfi mig reglulega, borða ekki mjólkurvörur o.fl. Er hægt að fara í blóðprufu til þess að sjá hvort einhver fæðutegund hafi þessi áhrif á mig? Ef ekki, hvað myndiru leggja til að ég geri? Ég er orðin mjög þreytt á þessu…

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ert á þeim aldri að unglingabólur eru í hámarki. Ég vil benda þér á að lesa þessa grein hér á doktor.is um unglingabólur en þar eru upplýsingar um hvað þú getur sjálf gert til að halda vandanum niðri eins og kostur er. Ég ráðlegg þér að gefa þér einhvejar vikur þar sem þú fylgir þeim ráðum sem koma fram í greininni eftir bestu getu og ef það dugar ekki til skaltu panta þér tíma hjá heimilislækni sem getur metið hvort ástæða sé til að gefa þér lyf við bólunum sem eru þá krem og/eða töflur. Heimilislæknirinn getur þá einnig vísað þér til húðsjúkdómalæknis ef hann telur ástæðu til.

Gangi þér vel