Bólur

Sæl/Sæll

Ég er 20 ára og er mjög slæm af bólum í andliti og á baki. Ég hef prófað ýmislegt en ekkert hefur virkað.
Ég var að hugsa um hvort getnaðarvarnarpilla hefði einhver áhrif á bólur, þ.e. til batnaðar, og ef svo er hvaða tegund er þá best?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sumar konur skána í húðinni þegar þær fara á pilluna. Það er vegna hormónaáhrifanna og því ætti ekki að skipta máli hvaða tegund verður fyrir valinu. Ég hvet þig til þess að hafa samband við húðsjúkdómalækni og fá ráðleggingar hjá honum/henni.

Gangi þér vel