Bólgnir skapabarmar

Skapabarmarnir hjá mér eru bólgnir og líka snípurinn, ég er komin með smá sár útaf bólgunni og það eru svakaleg óþægindi sem fylgja þessu. Það er ekki beint kláði en finnst eins og ég þurfi alltaf að „laga mig“.
ég hef fengið þetta áður, fékk þetta fyrst þegar ég lenti í kynferðisbrot. Þá sagði læknirinn uppi á slysó að þetta væri útaf miklum bakteríum og lét mig fá eitthvað krem.
Eftir það hefur þetta komið öðru hverju en aldrei eins slæmt. Núna er ég aftur á móti gjörsamlega að deyja og það er korter í jól!
Ætla að taka það fram að ég er Ekki ólétt.

Afhverju gerist þetta og hvað get ég gert? Er þetta algengt eða þarf ég að hafa áhyggjur? Og er eitthvað sem ég get gert til að fyrirbyggja þetta

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir bólgnum skapabörmum, ég legg til að þú hvílir þig á samlífi í einhvern tíma og pantir tíma hjá kvensjúkdómalækni.

Bestu kveðjur