Bólgnir munnvatnskirtlar

Fékk skyndilega bólgur i tvo kirtla undir tungunni.

Hafið þið einhver ráð?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta getur verið sýking í munnvatnskirtlum sem þarf hugsanlega að meðhöndla með sýklalyfjum eða steinar sem stífla kirtlana. Ég ráðlegg þér að fara til heimilislæknis sem getur skorið úr um hvort sé og veitt viðeigandi meðferð.

 

Gagni þér vel