Bólginn innri skapbarmur

Dóttir mín 27 ára, ekki barnshafandi er að kvarta yfir að innri skapbarmurinn er mikið bólginn. Finnur til þegar hún labbar.
Hvað getur það verið ?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er frekar erfitt að svara þessari spurningu án skoðunar, best er að leita á heilsugæslu eða fara til kvennsjúkdómalæknis til frekari athugunar og ráðleggingar.

Gangi ykkur vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur