bolgin skeifugörn

hvað veldur bolgu i skeifugörn

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur verið ýmislegt sem veldur bólgum í meltingarvegi en langalgengasta orsök skeifugarnabólgu og sára er bakterían Helicobacter pylori sem er meðhöndluð með lyfjum.  Önnur algengasta ástæðan er notkun bólgueyðandi lyfja. Aðrar ástæður geta verið óhófleg alkóhólneysla,reykingar og stress eða sjaldgæfari sjúkdómar.

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur