bólgið eysta

Góðan dag
Hvað getur valdið bólgnu eysta’
Annað eystað er mjög bólgið, fékk pensilín fyrir eiginmanninn fyrir 3 dögum síðan og mér finnst bólgan ekkert vera að minnka. Pantaði tíma hjá heimilislækni og fæ tíma 4. jan nk. Er eitthvað sem eiginmaðurinn á að gera?

Sæl

Það getur verið ýmislegt eins og kynsjúkdómur,  afleiðing af höggi eða öðrum áverka og jafnvel krabbamein  en algengasta og líklegasta orsökin er sýking og þá eru sýklalyf rétta meðferðin.

Þið skuluð endilega setja ykkur aftur  í samband við lækni (t.d. læknavaktin) ef verkirnir og bólgan fer ekki að minnka fljótlega. Það getur alveg tekið 2-3 daga að skána og svo enn fleiri að verða góður.

Gangi ykkur vel