Bólga á fingri

Er með bólgu neðst á vísifingri hægri handar, á neðstu kjúkunni, er búin að vera með þetta í langan tíma.
Hvað gæti þetta hugsanlega verið ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að komast að því hvað veldur.

Ef grunur er að um sýkingu sé að ræða þarf að leita aðstoðar sem fyrst. Þá er liðurinn venjulega rauður, heitur, mjög þrútinn og gjarnan finnst sláttur á sýkta svæðinu. Sýking er sjaldgæf nema sár komi fyrst. Sýking versnar venjulega eftir því sem frá líður og ef ekkert er að gert.

Þar sem þú segir að þetta hafi verið svona lengi þykir mér það ólíklegri skýrinng.

Mögulega er um afleiðingu af áverka eða álagi á liðinn að ræða eða einhverskonar gigtareinkenni. Þú tekur ekki fram hvort þetta veldur þér verkjum eða vandræðum að öðru leyti. Ef svo er þá er hvíld á liðnum og jafnvel bólgueyðandi lyf  fyrsta meðferð og ef það dugar ekki þá getur verið skynsamlegt að leita læknis.

Gangi þér vel