bógur

hæ er með verki og er bólgin undirbrjóstunum þar sem miltað er verkurin lysir ser þanig þegar eg yddi á staðin þar sem verkurin er þá finn eg sting fara i gegnum bakið er buin að fara i blóðbrufu og læknar herna i mosó gera ekkert meir hvað gæti þetta verið

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið fjölmargar ástæður á bak við kviðverki og oft erfitt að greina þær þó staðsetning verkja hjálpi þar til. Verkir í efri hluta kviðar geta verið t.d. vegna botnlangabólgu,gallblöðru,lifrarbólgu,brisbólgu,bólgu í smágirni og oft vegna hægðatregðu. Hjartverkir einkum hjá konum geta einnig verið óljósir og komið fram með almennum verkjum í erfri hluta kviðar. Það er því erfitt að greina slík einkenni nema með skoðun, rannsóknum og eftirfylgni og því ráðlegg ég þér að vara áfram í sambandi við heilsugæsluna ef einkeni hverfa ekki.