Blóðug útferð

Hæhæ,
Ég er með eina spurningu, en það er þannig að kærastinn minn puttaði mig í gær og eg fann ekki fyrir neinum sársauka fyrr en daginn eftir og síðann kemur smá blóðug útferð og ég er með mikla verki þarna að neðan og eg var að spá hvort þetta sé allveg eðlilegt? Eg hef aldrei Stundað kynlíf og þetta er allt frekar nýtt fyrir mig og er með smá áhyggjur af þessu. Kær kveðja 18 ára.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

EF þetta var í fyrsta sinn sem þú stundar kynmök þá er mögulegt að meyjarhaftið hafi rofnað og það útskýri blæðinguna og smá óþægindi en það á ekki að vera mikill sársauki. Ef þetta er lítil blæðing þá getur það verið eðlilegt, hann gæti td hafa rispað slímhúðina með nöglunum en það á ekki að vera sárt eða vont að stunda kynmök, hvorki á meðan eða eftir.

Ef sársakuinn hverfur ekki þá skaltu leita til læknis en í öllum bænum farið varlega næst, kynlyf á að vera ánægjulegt og gott.

Gangi þér vel