Blóðug uppköst

Ég er að velta einu fyrir mér, ég semsagt fékk franskar og ældi þeim síðan en þegar ég var búin að æla tvisvar sinnum þá ældi ég heilmiklu blóði í einhvern tíma en svo hætti það bara allt í einu.
En er að velta því fyrir mér hvað getur þetta verið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Uppköst geta stafað af ýmsu t.a.m. magavírus, mataóþoli eða magabólgum. Fersk blæðing með uppköstum stafar oftast af því að uppköstin eru það kröftug að smáæð rofnar og blæðir. Þá er blæðingin yfirleitt lítil og hættir af sjálfu sér. Hins vegar getur verið um blæðandi magasár að ræða  eða að stór æð rofni og þá verður blæðingin meiri og getur verið hættuleg. Þannig er alltaf  ástæða til þess að leita sér aðstoðar ef um verulega blæðingu er að ræða.

Gangi þér vel