blóðþrýstingur

Hvað með ef efri mörk eru 100 og yfir en neðri mörk undir 60. Hvað er þá í gangi? Gæti verið að ég þyrfti að hætta með Presmin Combo sem á að virka gegn háþrýstingi? Ef háþrýstingsvaldar eru úr sögunni gæti lyfið valdið lágþrýstingi?

 

Sæl

Blóðþrýstingsmælingar er vandmeðfarið að túlka og horfa í og sérstaklega þegar viðkomandi er á meðferð við háþrýstingi.

Ein blóðþrýstingmæling er ekki nægileg til þess að draga ályktanir og það er ýmislegt sem getur haft áhrif til hækkunar/lækkunar eins og streita, vökvadrykkja og þreyta svo eitthvað sé nefnt.

Ég ráðlegg þér að mæla þrýstinginn í nokkur skipti í ró og næði og ef hann er alltaf þetta lágur skaltu ráðfæra þig við þinn lækni.

Gangi þér vel