Blóðþrýstingslyf

Sæl verið þið, ég sendi þessa fyrir spurn fyrir móður mína.  það var verið að breyta lyfjum hjá henni sem hún tekur við of háum blóðþrýstingi, hún hefur verið með…. Pranolol, apresoline og Miloride. En er nú með Amló í staðin fyrir Apresoline, hún fór að finna fyrir tölverðum slappleika eftir þessa breytingu og hana langar að vita það hvort það væri möguleiki á að þessi breyting á lyfjunum gæti orsakað þennan slappleika.
Kærar Kveðjur

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ein aukaverkun af Amló getur verið þróttleysi. Það á reyndar við um mörg blóþrýstingslyf. Ég ráðlegg ykkur að hafa samband við lækninn og fá frekari skoðun og mat á þessum einkennum.

Gangi ykkur vel