Blóðskilun

Er hægt að lækka gildi Kreatíns í blóði með blóðskilun?

Sæll og takk fyrir fyrispurnina

Kreatin er úrgangsefni sem verður til við endurnýjun próteina í vöðvum líkamans og það er hlutverk nýrnanna að hreinsa það úr blóðinu ásamt öðrum úrgangsefnum og vatni og skilja út með þvagi. Ef kreatin er hækkað er það merki um að nýrun starfi ekki að fullu og þá er mikilvægt að vera undir eftirliti læknis sem þá stýrir eftirlilti og meðferð. Ef starfsemi nýrnanna er skert að einhverju marki er yfirleitt byrjað á því að ráðleggja breytt fæðuval. Þá er próteininnihald fæðunnar minnkað en það veldur því að minna af úrgangsefnum myndast. Blóðskilunarmeðferð er ekki hafin fyrr en starfsemi nýrnanna er orðin verulega skert og öll önnur úrræði hafa verið reynd og þá er sjúkdómurinn jafnframt kominn á það stig að farið er að huga að nýrnaígræðslu. Kreatin lækkar því við blóðskilun en þeirri meðferð er aðeins beitt þegar nýrun eru nánast hætt að starfa.

Gangi þér vel