Blöðruhálskirtill

Góðan dag, ég er 20 ára og hef farið til læknis 2x vegna gruns um stækkun á blöðruhálskirtli, þegar ég hef farið er sagt við mig að þetta sé svo óalgengt á minum aldri, mér sagt að hætta að reykja og drekka kaffi (ég drekk ekki kaffi) og ég sendur í þvagprufu og tjékkað á þvagfærasýkingu, er með öll einkenni sem þið nefnið hér á síðuni en þetta kemur og fer… fyrst þegar þetta gerðist var mér rosa brugðið og ég hélt ég hafi pissað á mig, hvað getur þetta verið annað?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er rétt að þú ert full ungur til þess að vera með illkynja stækkun á kirtlinum en mögulega ertu með sýkingu eða bólgur til dæmis af völdum kynsjúkdóms?

Þú tekur ekki fram hvort það hafi eittvað komið út úr þvagprufunni  eða hvort það hafi verið tekið blóðprufa og mælt sýkingarmynd eða blöðruhálskirtirlshormónið (PSA).

Farðu aftur til læknis og fáðu nánari skoðun.

Gangi þér vel