Blóðprufur og skoða gen

Góðan dagin,

Ég er mikið að lesa greinar og annað hjá fólki úti sem fara reglulega í ýmsar blóðprufur og láta skoða genin í sér og margt fleirra skemmtilegt. Þetta virðist vera svo erfitt hérna á Íslandi.

Er ekki hægt að fara eitthvert og láta skoða genin hjá sér? (Gene therapy testing)

Þá:
-Actin III – For fast twitching muscle fibers
-Interleukin
-Myostatin

Og þarf maður alltaf að fara til heimilislæknir til þess að fá tíma í blóðprufu? Eða þarf ég kanski bara að finna einhvern heimilslæknir sjálfur sem er cool og gæti mælt mann regluglega.

Ég er ekki með nein heilsuvandamál (25 árakk)

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Allar svona rannsóknir eru mjög dýrar í framkvæmd og ekki gerðar hér á landi svo ég viti til nema læknisfræðileg ástæða liggi að baki. Kerfið er þannig að læknar ákveða hvaða rannsóknir eru gerðar og því þarf alltaf beiðni frá lækni til að fara í blóðprufu.

Gangi þér vel