blóðnasir

ég fékk blóðnasir allt í einu á laugardaginn það blæddi mikið úr báðum nösum og byrjaði að koma
úr munninum síðan kom ikkað úr nefinu blood cloth eðahvað sem það heitir, er hættulegt ef það gerist og þarf að fara til læknis og athuga hvort þetta allt hafi komið út úr nefinu mér fins ennþá eins og einhvað sé í nösini þar sem þetta kom úr en þori ekki að sníta mér

Sæl og takk fyri fyrirspurnina.

Venjulega eru blóðnasir hættulausar, sérstaklega ef þær stöðvast af sjálfu sér. Það er ekkert óeðlilegt að þér finnist eins og eitthvað sé í nösinni, Hún er eflaust bólgin og það er myndast hrúður yfir staðnum sem blæddi úr. Reyndu að forðast að snýta þér ef þú mögulega getur. Nánari leiðbeiningar getur þú lesið hér

Gangi þér vel