Blóðflokkar og líkur á fósturmissi

Mig langađi ađ forvitnast um vandamál sem tengjast því ađ vera í mínus blóđflokki. Ég lenti í því ađ missa fóstur nýlega, ég var ekki komin langt (8-9 vikur), en engu ađ síđur var þetta mikiđ áfall fyrir okkur, ég er ađeins 20 ára og var þetta því mín fysta međganga. Mér var sagt ađ þetta væri duliđ fósturlát og ađ èg gæti því ekki fengiđ neina skýringu. Viku eftir ađ ég fékk fréttirnar fór ég í útskröpun, og þar sem ég er í blóđflokknum A mínus fékk ég sprautu, en hinsvegar engar upplýsingar. Mig langar ađ vita hvort þađ séu meiri líkur á því ađ ég missi aftur fóstur? Og hvort þađ sé meiri áhætta á vandamálum á međgöngu vegna þess ađ ég er rhesus neikvæđ og þá hvernig vandamálum?

Kær kveđja, ein áhyggjufull.

sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Leitt að heyra um fósturmissi þinn. Eftir því semég kemst næst á ekki að vera nein tengsl milli fósturláts og blóðflokks móður. Á vefnum ljosmodir.is er hægt að finna svar við svipaðri fyrirspurn, sláðu inn leitarorðið blóðflokkar og meðganga.

Eins er þar mjög góð umfjöllun um meðgöngu og áhættur þess að vera Rhesus neikvæð og set ég líka tengil á það hér

Gangi þér vel