Blóðflokkar

Hæhæ, nokkrar spurningar.
Mig langar að vita hvaða blóðflokkur er óalgengastur. Ég hef heyrt að það sé B en hvort er það þá B- eða B+?
í hvaða blóðflokki er best að vera í ef maður er að gefa blóð? Ég hef heyrt að einn tiltekinn blóðflokkur geti gefið öllum blóð, sama í hvaða blóðflokki manneskja er. Hvaða blóðflokkur er það og hvort er hann – eða +.
Takk kærlega! 🙂

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Svar við spurningum þínum

Hvaða blóoðflokkur er óalgengastur?

Skifting blóðflokka hjá íslendingum er eftirfarandi :

O blóðflokkur 54%

A blóðflokkur 33%

B blóðflokkur 10,5%

AB blóðflokkur 2.5%

 

Í hvaða blóðflokki er besta að vera í ef maður vill gefa blóð?

Það er enginn einn blóðflokkur sem best að vera í hvað varðar blóðgjöf en blóðflokkur O- er svokallað neiðarblóð sem hægt er að gefa öllum, sama í hvaða blóðflokki viðkomandi er í, blóðbankinn leggur því mikið upp úr því að vera með blóðgjafa í þessum blóðflokki.

 

Ef þú hefur áhuga á því að gerast blóðgjafi þá bendi ég þér á að skoða heimasíðu blóðbankans http://www.blodbankinn.is/forsida/