Blóðflögur

Góðan dag,

Er með eina spurningu:

Ef blóðflögurnar fara úr 400.000 í 20.000 er þá viðkomandi með hvítblæði? Og getur það verið banvænt ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Meginhlutverk blóðflaga er að sjá um storknun blóðs.  Ef þeim fækkar þá storknar blóðið ekki nægilega vel t.d. ef við rispum okkur, þá getur blætt lengur. Yfirleitt er þetta hættulaust nema ef viðkomandi lendir í aðstæðum þar sem blæðir mikið t.d. aðgerð eða alvarlegt slys. Blóðflögum getur fækkað í veirusýkingum og oftast fer framleiðslan aftur í eðlilegt horf af sjálfu sér.

Hvít blóðkorn eru hluti af varnarkerfi líkamans og ef einstaklingur greinist með hvítblæði þá er óeðlileg framleiðsla hvítra blóðkorna eitt af einkennunum. Hvítum blóðkornum getur fækkað af öðrum orsökum svo það að vera með fækkuð hvít blóðkorn er ekki það sama og að vera með hvítblæði.

Þú getur lesið þér betur til um samsetningu blóðs á síðu blóðbankanns 

Gangi þér vel