Blóð/ mar á handleggjum

Ég hef stundum fengið eins og mar eða eins og blði undir húð á hægri handlegg, en nú er þetta líka á vinstri, hvað er í gangi hjá  mér ?

Kær kveðja

Sæl

Ég ætla að vísa þér á áður birt svar við samskonar fyrirspurn sem getur líklega gagnast þér:

„Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessu. Með hærri aldri þynnist húðin og veitir ekki sömu vörn gegn áverkum. Sterar þynna einnig húðina.Litlu háræðarnar undir húðinni springa þá auðveldar og marblettir koma fram. Ýmis lyf og jafnvel fæðutegunir t.d. olíur eru blóðþynnandi og draga úr storkuhæfni blóðsins. Þá blæðir meira við áverka með tilheyrandi mari. Vítamínskortur t.d. C vítamín getur einnig komið fram með aukinni marblettamyndun.  Ýmsir sjúkdómar geta einnig dregið úr storkuhæfni blóðsins og gert húðina þynnri. Ég ráðlegg þér að fara til þíns heimilislæknis sem skoðar þig og tekur jafnvel blóðprufu til skoða hvort eitthvað er að blóðmyndun hjá þér.“

Gangi þér vel