Blóð í þvagi

Góðan dag. Ég hef ekið eftir því í 2 skipti á undanförnum dögum að það er smá blóð í þvaginu í byrjun. Fyrst þegar á sá þetta þá komu 2 litlir blóð kekkir en í morgun þá var blóðlitur á fyrstu bunu. Mér var reyndar mikið mál í bæði skiptin. Getur það haft eitthvað að segja?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Blóð í þvagi er einkenni sem alltaf þarf að skoða betur. Það getur verið að þú sért með sýkingu í þvagi, nýrnasteina svo eitthvað sé nefnt.  Það á ekki að koma blóð í þvagið bara við það að þér sé mikið mál að pissa. Ég ráðlegg þér að fara til læknis og fá viðeigandi rannsóknir.

Gangi þér vel