Bloð i þvagi

Goðan dag.
Eg hef verið að fa blöðrubolgu itrekað siðastliðið ar. Þvag aldrei sett i ræktun, en syklalyf afgreitt gegnum sima.
Nuna siðast fann eg að eg var olk sjalfri mer eftir kurinn, svo eg for með þvagprufu i . Stix og það komu 3+ i bloði. Latin koma aftur viku siðar með prufu og sama niðurstaða. Bent a að leita til kvensjukdomalæknis, og önnur umræða um malið ekk i boði hja viðkomandi lækni.
Getið þið bent mer a hvað þetta getur hugsanlega þytt og hvort kvensjukdomalæknir se retti serfræðingurinn að leita til?

 

Sæl,

 

Takk fyrir fyrirspurnina

Margar skýringar geta verið á því að blóð stixast í þvagi, oft hefur þetta með tíðahring að gera en stuttu áður, á meðan og stuttu eftir að blæðingar standa yfir getur blóð stixast í þvagi. Þar sem þetta er ítrekað vandamál þá er vissara að þú pantir tíma hjá sérfræðingi, nýrna- eða þvagfæralækni þeir eru nokkrir til húsa í Læknasetrinu í Mjódd.

Góð ráð við blöðrubólgu eru að drekka trönuberjasafa/þykkni (en trönuberin hjálpa til við að vernda þvagblöðruna) einnig að passa vel upp á að bakteríur fari ekki frá endaþarmi yfir í þvagrás en slíkt gerist stundum með notkun g-strengs og annars slíks.

 

Gangi þér vel