Blóð í þvagi

Sæl
Ég er 29 ára karlmaður og greindist ég nýverið með multiple sclerosis. Undanfarið hef ég tekið eftir að þegar ég hef þvaglát kemur örlítið blóð með. Gæti verið tenging á milli þessa og MS?
Takk

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Blóð í þvagi er ekki dæmigert einkenni fyrir MS sjúkdóminn. Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá lækni og láta skoða vel hvað hér er á ferðinni.

Gangi þér vel