Blóð í sæði

að undanförnu hefur orðið vart við blóð í sæði fer frekar vaxandi.

 

Komdu sæll

 

Takk fyrir fyrirspurnina

 

Blóð í sæði gæti hugsanlega komið fram útaf meiðslum, ef þú hefur orðið fyrir hnjaski á þessu svæði og þetta hverfur innan nokkra daga þá er ástæðan líklega sú. Einnig getur blóð komið í sæðisvökva eftir harkalega sjálfsfróun eða kynlíf.

Aðrar ástæður geta t.d verið sýking í blöðruhálskirtli eða eistnalyppu. Ef einkennin hverfa ekki þá ráðlegg ég þér að leita til læknis.

Gangi þér vel.