Blettur á vör

Góðan dag, ég er búinn að vera með skrítin blett á vör í ca. mánuð núna sem virðist ekki ætla að fara og er hann grár á litin. Ég er búin að vera að skoða á netinu og finn bara mjög vafasamar tengingar við þetta einkenni og þar af leiðandi er ég farinn að hafa áhyggjur af þessu því að þetta gæti jú verið eithverskonar krabbamein. Og ég spyr því að ég er ekki með heimilislækni og er ekki allveg viss um hvert ég leita til að láta kíkja á þetta. Ég er búinn að hringja og reina að panta tíma hjá húðlækninum mínum en hún á ekki lausan tíma fyrr en eftir rúma 3 mánuði og mér finnst það of langur tími í bið ef þetta er alvarlegt.  Hvert er best fyrir mig að fara til að fá svar við þessu og jafnvel sýnatöku ef þess þarf?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú átt alltaf að geta bókað tíma hjá heilsugæslulækni á þeirri heilsugæslustöð sem tilheyrir þínu lögheimili.

Ég ráðlegg þér að hringja og panta tíma þar. Ef það er löng bið eftir tíma þá skaltu fá upplýsingar um símatíma læknis og fá ráðleggingar þar varðandi framhaldið og hvort óhætt sé að láta þetta bíða í einhvern tíma.

Gangi þér vel