Blettir á höndum og nú fótum

Ég hef I mörg ár haft rauda bletti sem koma og fara á höndum og núna fyrst fótum sem vanalega hverfa á nokkrum dögum. Nú er lidinn mánudur og blettirnir eru enn til stadar. Hvad gaeti tetta verid?

sæl/l  og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ómögulegt að giska á hvað hér sé á ferðinni nema að þú farir til læknis.  Fyrsta skref er að  taka myndir af útbrotunum og bóka tíma hjá heimilislækni og sjá hverju það skilar. Mögulega vísar hann þér svo áfram til húðsjúkdómalæknis í framhaldinu ef engin skýring finnst.

Gangi þér vel