„Blettaskalli í skeggi“

Heil og sæl – ég er 55 ára og hef alltaf haft þétta skeggrót en nú er ég komin með skegglausa bletti hér og þar á skeggsvæðinu. Hvað ætli geti valdið þessu ? Ég er nú ekkert að missa svefn út af þessu en þetta sést mikið þó svo ég raki mig daglega.

Kærar þakkir fyrir svarið.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir hárlosi og skalla svo sem vítamín skortur og truflun á hormónastarfssemi svo eitthvað sé nefnt.

Blettaskalli getur komið fram á skeggsvæði  og reyndar öllum „hársvæðum“ á líkamanum.Ef þetta er blettaskalli þá er það að  öllu jöfnu talið vera sjálfsónæmissjúkdómur. Vel afmarkaðir blettir myndast, oft hringlaga eða ávalir á höfði, skeggi, eða öðrum líkamshlutum. Latneska heitið er Alopecia areata og ef þú getur lesið ensku þá er hér ágæt umfjöllun sem gæti komið þér að gagni.

Gangi þér vel