Blæðir við sjálfsfróun

Sæll/Sæl ég er 23 ára komin tæpar 5 vikur á leið og það blæður úr mér við bæði sjálsfrógun og samfarir er þetta eðlilegt?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Á fyrstu vikum meðgöngu er slímhúðin utan á leghálsinum mjög viðkvæm og það blæðir auðveldlega frá henni sérstaklega við samfarir. Eins getur spennan sem myndast við fullnægingu við sjálfsfóun verið nóg áreiti til þess að smávægileg blæðing verði. Mér finnst líklegast að þetta sé skýringin hjá þér en ef þetta er einhver blæðing að ráði sem ekki stöðvast fljótt og ef þú ert óörugg með þetta, skaltu ráðfæra þig við ljósmóðurina í mæðraverndinni.

Gangi þér vel