Blæđingarstopp

Èg hætti á pillunni ì aprìl eftir ađ hafa veriđ á henni ì nokkur ár þar sem èg er farin ađ huga ađ barneignum. Èg fòr à blæđingar strax og èg hætti ađ taka pilluna en síđan gerđist ekkert fyrr en èg fór til kvennsjùkdómalæknis ì júnì og fèkk lyf til ađ koma blæđingunum af stađ. Þađ virkađi og èg fór á blæđingar í júní en ekkert eftir þađ og èg var međ mjög reglulegar blæđingar àđur en èg byrjađi á pillunni. Èg er búin ađ taka þungunarpróf og þau voru neikvæđ og nú veit èg ekki hvađ er ađ hjá mèr. Langar ađ fá reglu á blæđingarnar svo ađ viđ kærastinn minn getum byrjađ ađ reyna ađ eignast barn. Kveđja ein ráđalaus

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er vel þekkt að það getur tekið konur þó nokkra mánuði að komast á „rétt ról“ með tíðahringinn eftir að hafa verið á pillunni í nokkurn tíma. Svo er það líka vel þekkt að því meiri áhyggjur sem þú hefur því þrálátara verður vandamálið.

þið skulið endilega byrja að reyna við barneignir samt sem áður ef það er stefnan en  til þess að komast að því hvort eitthvað annað sé að  valda tíðastoppi hjá þér skaltu hafa samband við kvensjúkdómalækni og fá skoðun og mat á hvað geti verið að valda þessu og hvað sé helst til ráða,

Gangi þér vel