Blæđingar viđ kynlíf

Sæl. Ég veit ekki hvađ er ađ gerast međ mig. Þađ blæđir (alltaf sl. mánuđ) alltaf viđ kynlíf. Og þađ blæđir eins og ég sé á túr. Svo er þađ bara búiđ og blæđir ekkert fyrr en næst þegar ég stunda kynlíf. Ég er á pilluni, og tek hana samfellt skv.lækni. Þetta hefur aldrei gerst áđur. Er þetta eđlilegt ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að það blæðir eftir samfarir.  Það getur í fyrsta lagi tengst blæðingum, sem sagt að blæðingar séu að byrja.  Í öðru lagi getur verið að eitthvað blóð hafi safnast fyrir í legi og renni út eftir samfarirnar (þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það) eða að það tengist getnaðarvarnarpillunni. Eins getur verið um að ræða sár í leggöngunum sem blæðir úr og það þarf ekki að óttast ef blæðingin er ekki mjög mikil en ef þetta gerist endurtekið þá nær sárið greinilega ekki að gróa á milli.

Þú ættir líka að hafa í huga að svona breytingar geta verið einkenni óléttu eða kynsjúkdóms þannig að til öryggis ættir þú að láta athuga það.  Þú getur tekið þungunarpróf 2-3 dögum eftir að blæðingar ættu að byrja næst og jafnvel taka það þó að blæðingar byrji til að vera viss.  Einnig væri gott ráð hjá þér að láta skoða þig með tilliti til kynsjúkdóma, sérstaklega ef þú ert með fleiri en einn rekkjunaut.

Það borgar sig alltaf að fara til læknis ef þú ert ekki viss um að allt sé í lagi.